Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að gefa út nýja reglugerð um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótaraflaheimildum í makríl.
Í reglugerðinni er afnumið skilyrði til úthlutunar viðbótarheimilda að umsækjandi hafi veitt 80% af úthlutuðu aflamarki. Einnig er veiðiskylda á úthlutuðum viðbótarheimildum lækkuð úr 80% í 50%.
Reglugerðin tryggir að allir smábátar sem hafa aflamark í makríl, á grundvelli færaveiða, geta sótt um viðbótarúthlutun til Fiskistofu og fengið úthlutað allt að 35 tonn í hvert skipti.
Úthlutunarreglur Fiskistofu gera ráð fyrir að sækja verði um fyrir miðnætti á föstudegi til að tryggja sér úthlutun í vikunni þar á eftir.