Breytist í hnékrúpandi útgerð

Sigurður Kristján Hálfdánsson formaður Eldingar og útgerðarmaður Snjólfs ÍS er í viðtali við bb í gær.  Þar segir Sigurður m.a. að „þessi áform um skerða aflaheimimildir og stórhækka veiðigjaldið bitna ekki bara á útgerðinni og starfsfólki þeirra, áhrifin á ýmsar aðrar atvinnugreinar og sjálf byggðarlögin verða einnig alvarleg.

Sigurður Kjartan Hálfdánsson.jpg

„Með aukinni skattheimtu og skerðingu veiðiheimilda verður ekkert svigrúm fyrir eðlilega endurnýjun né almennt viðhald. Hlutirnir fara að drabbast niður og breyta útgerðinni úr stolti í hálfgerða hnékrjúpandi útgerð, segir Sigurður.