Brimfaxi – félagsblað LS

Fyrir jólin kom út Brimfaxi, tímarit Landssambands smábátaeigenda.
 
Í þessu eintaki er að venju farið um víðan völl.
 
Leiðara skrifar Axel Helgason, formaður LS og þá rifjar Örn Pálsson framkvæmdastjóri upp þróun réttindabaráttunnar sl. áratugi.
 
Í blaðinu er að finna opnu undir heitinu „Með og á móti en þar takast á ólík sjónarmið varðandi netaveiðar krókabáta.
 
Fiona McCormic, mannfræðingur og heimspekingur sem búsett er á Nýja Sjálandi veltir fyrir sér afleiðingum fiskveiðikerfisins þar í landi, en það kerfi er mjög líkt því sem notað er hérlendis.
 
Jónas R. Viðarsson greinir frá stóru rannsóknarverkefni sem hann stýrir á vegum Evrópusambandsins og Stefán Skapti Steinólfsson frá Akranesi vandar stjórnvöldum lítt kveðjurnar í pistli. 
 
Viðtal er við Ásgrím L. Ásgrímsson hjá Landhelgisgæslunni, m.a. um mikilvægi rásar 16.  Einnig er spjallað við Glenn Blackwood frá Nýfundnalandi um grásleppumál. 
 
Saga DNG vindunnar er rakin og minnt á mikilvægi hreinlætis í sjávarútveginum. 
 
Þá er fjallað um sáraeinfalda aðferð til þess að gefa handfæraveiðar smábáta frjálsar – og minnka í leiðinni núning um þeirra veiðiheimildir.
Screen Shot 2018-01-09 at 11.09.41.jpg