Rannsóknamiðststöð Háskólans á Akureyri hefur skilað af sér skýrslu um ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla og áhrif þess á byggðafestu. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem fól stofnuninni að gera skýrsluna. Í skilaboðum ráðherra til RHA var beðið um að lagt yrði sérstakt mat á byggðafestuáhrif hinna einstöku aðgerða vegna atvinnu-, félags- og byggðaráðstafana í fiskveiðistjórnunarkerfinu og jafnframt hvort einhverjar aðrar leiðir væru hentugri til að tryggja byggðafestuna.
Byggðafestuáhrif eru í skýrslunni skilgreind sem mælitæki á áhrifum veiðiheimilda sem úthlutað er til strandveiða, línuívilnunar, byggðakvóta og skel- og rækjuuppbóta sem gjarnan er nefnt „pottarnir. Það sem skorar stig í mælingunni er staðbundin veiði, löndun og vinnsla aflans.
Tekið er sérstaklega fram í skýrslunni að hugtakið byggðafestuáhrif taki ekki tillit til tekna og hagnaðar af greininni á hverjum stað, fjölda ársverka, fjölda fyrirtækja í greininni og þess háttar.
Í skýrslunni segir m.a.:
„Ákveðið var að skoða veiði- og vinnsluhlutfall aflaheimidla sem endurspeglar hversu stór hluti staðbundinna aflaheimilda sé veiddur af heimabátum og unninn á staðnum. Til hliðsjónar var skoðað vinnsluhlutafall landana sem gefur til kynna hversu mikill hluti af öllum afla sem kemur á bryggju tiltekins staðar, óháð uppruna skips, ratar inn í vinnslu þar. Þessar tölur gáfu til kynna að sjávarbyggðir væru hlutfallslega sterkari í veiðum utan stór-höfðuborgarsvæðisins. Þetta á sérstaklega við um Vesturland og Austurland. Höfðuborgarsvæðið er hlutfallslega sterkast í vinnslu, en þar er verkað töfalt meira en svarar til aflaheimildar þess. Stór-höfuðborgarsvæðið kemur fast á hæla þess og Akureyri í kjölfarið. Þá kom einnig fram að Eyjafjörður er sterkur í vinnslu, Vestfirðir virðast í betir stöðu hvað vinnslu varðar en höfundar bjuggust við en Austfirðir koma síst út hvað þetta varðar.