Byggðakvóti – 27 óska eftir sérreglum

Frestur sveitarfélaga til að skila til sjávarútvegsráðuneytisins óskum um sérreglur um byggðakvóta rann út nú um mánaðarmótin.  Alls sendu 26 sveitarfélög ráðuneytinu tillögur um  sérstök skilyrði við úthlutun byggðakvóta.
Fyrir nokkru birtist hér frétt um málefnið og er nú ljóst að enn bætist í hugmyndaflug sveitarstjórna um hvernig úthlutunarreglum skuli háttað.  Til að mynda er það ósk Langanesbyggðar að bátar á Þórshöfn geti fengið byggðakvóta sem úthlutað er til Bakkafjarðar.   
Það er ljóst að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu verður mikill vandi á höndum að verða við öllum þeim óskum sem borist hafa.
Rétt er að minna hér á að LS hefur lagt til breytingar á reglum um byggðakvóta sem mundi einfalda reglur og gera hann mun skilvirkari.   Tillagan sem aðalfundur samþykkti er eftirfarandi:

Byggðakvóti  verði afllagður í núverandi mynd, þess í stað verði hann 
settur sem ívilnun til dagróðrabáta sem eiga heimahöfn í viðkomandi 
byggðalögum og landa þar, (þ.e. byggðalögum úthlutað er frá 
ráðuneytinu eftir þar til gerðum reglum).