Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur fjallað um ákvörðun sjávarútvegsráðherra að afnema friðun í innanverðum Skagafirði fyrir dragnót sem verið hefur í gildi sl. 7 ár.
Í bókun sem gerð var um málefnið segir m.a.:
„Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum s.s. dragnót.
„Byggðarráð skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sínaog óskar eftir fundi með ráðherra vegna málsins hið fyrsta.
Sveitarfélög bregðist við
Það er mat Landssambands smábátaeigenda að ákvörðun sem ráðherra hefur tekið, sé graf alvarleg. Sveitarfélög allt í kringum landið eiga að láta málið til sín taka áður en það verður um seinan. Vilja menn t.d. sjá togara stunda dragnótaveiðar inn allan Eyjafjörð og enda á Pollinum á Akureyri. Það er forkastanlegt að ráðuneytið skuli ekki senda sveitarfélögum til umsagnar ætlun um breytingar á veiðifyrirkomulagi heimamiða sem friður hefur ríkt um.
Ráðherra getur ekki skotið sér á bak við ónafngreindra sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar eins og gert var í hádegisfréttum RÚV í gær 6. nóvember. Þeir eru ekki fólkið sem lifir af skynsamlegri nýtingu heimamiða. Þeir eru ekki fólkið sem hefur vinnu við beitningu á Hofsósi.
Tilvitnun úr frétt RÚV:
LS ítrekar áskorun til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra að draga til baka ákvörðun um að heimila dragnótaveiðar í innanverðum Skagafirði.