„Ef fólkið hefur ekki strandveiðar þá hefur það ekki neitt

Í gær var haldinn fyrsti fundur af fjórum sem haldnir verða á landsbyggðinni undir yfirskriftinni „Auðlindin okkar.
Fundurinn var afar upplýsandi og ekki síður málefnalegur. 
Í upphafi var gerð grein fyrir störfum starfshópanna;  Aðgengi, Samfélag, Tækifæri og Umgengni.
Samfélag

Screenshot 2022-10-26 at 09.37.32.png
Streymt var frá fundinum og er hægt að horfa á hann með því að blikka hér.
(Athugið fundurinn hefst á 24:30 mín.)
Meðal þess sem fram kom hjá fundarmönnum:
  • Mikilvægi að breyta umræðunni um sjávarútveginn, hún væri of neikvæð.
  • Unnt að gera 10 milljarða króna verðmæti á ári úr 30 kg af roði á viku
  • Reynsla af byggðakvótum – sértæki byggðakvótinn reynist mun betur en sá almenni.
Screenshot 2022-10-26 at 12.38.20.png
  • Markaðsstarf þarf að efla, bent á hvernig Norðmenn standa að fjármögnun.  Þar er innheimt gjald af útflutningi sem notað er í markaðsstarf.

  • Mikilvægt að hluti veiðigjalda skili sér til nærsamfélagsins
Á fundinum kvaddi Snæbjörn Friðbjarnarson sér hljóðs á 1:22:54 og sagði skoðun sína umbúðalaust varðandi loðnu- og strandveiðar.
„Ef það (fólkið) hefur ekki strandveiðar þá hefur það ekki neitt.