Ein sterkasta byggðaaðgerð fyrir minni sjávarbyggðir


Í eldhúsdagsumræðum sl. mánudag 7. júní var Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) meðal ræðumanna.  Þar vék hún að strandveiðum og veigamiklum breytingum sem hún hefði beitt sér fyrir sem formaður atvinnuveganefndar.  Í nefndinni hefði náðst þverpólitísk samstaða um breytingarnar.  Komið hefði verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi og jafnræði milli landshluta.
Í lok þessa kafla ræðunnar vék Lilja Rafney að því að líkur væru á að aflaheimildir dugi ekki fyrir strandveiðar í sumar.  Áskorun til alþingismanna:
„Ég skora á okkur háttvirta alþingismenn að bregðast við því nú fyrir þinglok með því að koma hér inn lagastoð svo hægt verði að tryggja nægar aflaheimildir þannig að ekki komi til þess að strandveiðar stöðvist um hábjargræðistímann.
sagði Lilja Rafney í ræðu sinni.
Jafnframt vakti Lilja Rafney athygli á að í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kæmi fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerð fyrir minni sjávarbyggðir.
Ræðan í heild   (4:06)

LRM.png