Einar Sigurðsson – nýr formaður í Fonti

Fjölmenni var á aðalfundi Fonts sem haldinn var á Hótel Norðurljósi Raufarhöfn í gær.  Það bar til tíðinda að Jón Tryggvi Árnason sem verið hefur formaður félagsins sl. tvö ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Nýr formaður var kosinn á fundinum, Einar Sigurðsson Raufarhöfn.

IMG_3179.jpeg

 
Einari er hér með óskað til hamingju með kjörið og velfarnaðar í starfi um leið og Jóni Tryggva er þakkað fyrir sín störf í þágu félagsmanna.

Á fundinum spratt upp mikil umræða um mat Hafrannsóknastofnunarinnar á styrkleika grásleppustofnsins, en líkur eru á að stofnunin muni mæla með að dregið verði úr veiðum á komandi vertíð.  Fundarmenn voru sammála um að grásleppuveiðimenn væru best til þess hæfir að meta ástand stofnsins og haga sókn í hann þannig að hann haldist sjálfbær.   
IMG_3809.jpeg
                                                                     

Eftirfarandi var samþykkt sem varðar grásleppuveiðar:

  • Upphafstími grásleppuveiða á vertíðinni 2012 verði 25. mars á F svæði og 20. mars á E svæði.
  • Grásleppuvertíðin 2012 verði sniðinn 50 daga tímarammi                                                    
  • Aðalfundur Fonts mótmælir öllum afskiptum HAFRÓ af stjórnun grásleppuveiða.  Grásleppuveiðimenn hafa og eru best til þess fallnir að sjá um sjálfbæra nýtingu stofnsins.