Steingrímur J. Sigfússon hefur undirritað reglugerð sem flytur eindaga fyrsta hluta veiðigjalda til 1. desember nk.
Flutningur eindagans er aðallega tilkominn vegna bráðabirgðaákvæðis laga um veiðigjöld sem tryggir skuldsettum útgerðum lækkun á sérstöku veiðigjaldi vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflaheimildum. Reglugerð um þann hluta er enn ekki komin út þar sem vinna við hana hefur reynst umfangsmeiri en ætlað var. Reiknað er með að útgáfudagur verði innan fárra daga og geta þá viðkomandi útgerðir sótt um afslátt af sérstöku veiðigjaldi. Gert er ráð fyrir að umsóknir verði að berast Fiskistofu um næstu mánaðarmót.