Aðalfundur Eldingar – félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum – var haldinn 23. september sl. Félagsmenn frá öllum byggðarlögum voru mættir til að hafa áhrif og móta tillögur til aðalfundar LS.
Að loknu ávarpi Ketils Elíassonar formanns Eldingar hófst umræða. Fyrirferðamest voru málefni sem tengdust línuívilnun, strandveiðum, veiðigjöldum og grásleppu.
Línuívilnun
Full samstaða var meðal fundarmanna að óska eftir breytingum á fyrirkomulagi línuívilnunar á þann hátt að bátar með beitningavél fái einnig línuívilnun.
Strandveiðar
Fundarmenn lýstu yfir ánægju með þær breytingar sem gerðar voru á strandveiðikerfinu, en minntu á að krafan um „fernuna væri enn í fullu gildi.
Veiðigjöld
Í umræðu um veiðigjöld gætti mikillar gremju með að leiðrétting sem boðuð var í vor hafi ekki hlotið brautargengi. Samþykkt var að skora á Alþingi að leiðrétta nú þegar veiðigjöld á smábátaútgerð.
Grásleppa
Í lok fundar barði grásleppan að dyrum þar sem fundurinn sendi þau skilaboð að öllum hugmyndum um kvótasetningu á henni væri mótmælt.
Stjórn Eldingar
Ketill Elíasson formaðurÞórður Sigurvinsson gjaldkeriKristján Andri Guðjónsson ritariÁsmundur Harðarson meðstjórnandiKarl Kjartansson meðstjórnandiPáll Björnsson meðstjórnandi
Formaður LS aðstoðar Guðmund á Jóa ÍS við að koma björgunarbátnum um borð