Elding – flotvarpa verði bönnuð við loðnuveiðar

Aðalfundur Smábátafélagsins Eldingar var haldinn á Hótel Ísafirði þann 20. september sl.  
Að loknu ávarpi formanns Ketils Elíassonar var gengið til hefðbundinnar dagskrár.
Ályktanir til 36. aðalfundar LS:
  • Aðalfundur Eldingar hafnar öllum hugmyndum um kvótasetningu á grásleppu.
20170810_134822.png

    • Aðalfundur Eldingar krefst þess að öllum verði tryggðir 12 dagar á strandveiðum þá mánuði sem strandveiðar eru heimilaðar.
  • Aðalfundur Eldingar hafnar þeim tillögum sem settar eru fram af sjávarútvegsráðherra í frumvarpi að lögum (5,3 prósent) að ónýtt línuívilnun fari inn í byggðakvóta.  Elding fer fram á að það sem gengur af línuívilnun fari til aukningar krókaveiða, þar með talið strandveiða.
  • Línuívilnun verði sett á alla báta sem eru undir 30 tonnum, 15 metrum sem stunda dagróðra.
  • Aðalfundur Eldingar krefst þess að GSM samband verði þegar bætt út af öllum Vestfjörðum.  Hér er um öryggismál að ræða.
  • Aðalfundur Eldingar krefst þess að flotvörpuveiðar við loðnuveiðar verði tafarlaust bannaðar.  Það hefur sýnt sig í aukningu grásleppuafla að þetta veiðarfæri skaðar aðrar fisktegundir.
  • Aðalfundur Eldingar styður hvalveiðar.
Stjórn Eldingar
Kristján Andri Guðjónsson formaður 
Páll Björnsson 
Rúnar Guðmundsson 
Bæring Gunnarsson 
Karl Guðmundur Karlsson 
Þorgils Þorgilsson.  
Fulltrúi Eldingar í stjórn LS er Þórður Sigurvinsson frá Suðureyri