Er jörðin að farast?

Í Bændablaðinu þann 12. janúar sl. birtist grein eftir Arthur Bogason formann LS.
Screenshot 2023-01-14 at 13.06.06.png
„Ég fer ekki varhluta af því að allt sé á heljarþröm á jörðu hér. Sem dyggur hlustandi Rásar 1 var verulega af mér dregið fyrir örfáum dögum eftir að hafa hlustað á hvert erindið af fætur öðru þar sem hörmulegri framtíð plánetunnar var lýst í smáatriðum.
Arthur mini 2 copy 8.png
Allt okkur mönnunum og þar með mér að kenna. Hamfarahlýnun sé að valda því að jörðin eigi stutt eftir og útrýming dýrategunda í veldisvexti. Aldauði fram undan að óbreyttu. Þetta var drjúgur hluti jólaboðskapar ríkisfjölmiðilsins. Í barnaefninu er hamrað á því sama. Ekki einni einustu sekúndu varið í að geta annarra sjónarmiða, sem ég hélt (í barnaskap mínum) að væri aðalsmerki hlutlausrar fréttamennsku.