Í kjölfar hvatningar LS til sjófarenda að sinna hlustvörslu á Rás 16 hafa fyrirspurnir komið um fjarskipti almennt. Hvernig símasamband er á miðunum, langdrægni talstöðva og AIS.
Hér með eru smábátaeigendur og aðrir sjófarendur hvattir til að láta LS vita ef þessi mál eru ekki í lagi. LS mun bregðast við og koma beiðnum um úrbætur til þar til gerðra aðila um að hafa þessa hluti í lagi þannig að öryggi sé sem best tryggt.
Dæmi varðandi framangreint eru kvartanir smábátaeigenda sem róa grunnt úti fyrir Austurlandi á svæðinu frá Glettingi að Vöðlavík. Þar er nánast sambandslaust við GSM síma nema þegar komið er útfyrir 10 mílur.