Farsæll, félag smábátaeigenda í Vestmannaeyjum hefur sent frá sér ályktun um strandveiðar er lítur að aflaskerðingu á svæði D um 200 tonn. Í ályktuninni er ákvörðun ráðherra harðlega mótmælt og þess krafist að hún verði dregin til baka.
Ályktun frá Farsæli
„Farsæll, félag smábátaeigenda í Vestmnnaaeyjum mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra að skera niður viðmiðunarafla til strandveiða á svæði D um 200 tonn og færa á önnur svæði.Tökum undir þau sjónarmið sem komið hafa fram frá Árborg um veðurfar síðustu ára.Við í Farsæl bendum einnig á að líkur eru á fjölgun báta í strandveiðum í Vestmannaeyjum.Farsæll krefst þess að ákvörðunin verði dregin til baka.
Vestmannaeyjum 28. apríl 2016
Fh. stjórnar Farsæls
Jóel Þór Andersen formaður