Fékk GoPro myndavél í verðlaun

Mikið var um dýrðir á Drangsnesi í gær þegar feðgarnir Haraldur Ingólfsson og Ingólfur komu til hafnar á Skúla ST 75.  Á bryggjunni beið þeirra vösk sveit með Má Ólafsson stjórnarmann í Landssambandi smábátaeigenda og Smábátafélaginu Ströndum í broddi fylkingar.  Tilefnið var að afhenda Ingólfi verðlaun fyrir besta myndefnið á Facebook síðu MATÍS og LS.  Verðlaunin voru ekki af verri endanum – GoPro myndavél að fullkomnustu gerð.
IMG_8736.jpg
Fv. Ingólfur Haraldsson, Haraldur Ingólfsson, Már Ólafsson
Auk verðlauna fékk Ingólfur afhent sérstakt viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína í „Fallegur Fiskur.  
„Með þessari viðurkenningu viljum við auka vitund um mikilvægi góðrar aflameðferðar og hversu miklu máli það skiptir að stunda vönduð vinnubrögð.  
Matís og Landssamband smábátaeigenda.
sitelogo.jpg       LS_LOGO (1).jpg
Í frásögn á Facebook – „Fallegur Fiskur eru myndir af útbúnaði sem bætt hefur aflameðferð um borð í Skúla ST 75 og skilað útgerð, áhöfn og vinnslu 10% hærra afurðarverði. 
Sendið myndefni

Nú stendur yfir skoðun á myndefni sem borist hefur í júní.  Smábátaeigendur eru hvattir til að taka upp lífið á sjónum.   Myndir sem sýna réttu handtökin við meðhöndlun aflans og það sem menn vilja að komi fyrir sjónir almennings og hefur  skemmtana- og fróðleiksgildi.
IMG_8727.jpg
Það fer vel merki LS á Skúla ST 75.   
Hafið samband við skrifstofu LS og pantið merki.  
Það er til í 3 stærðum og er selt á kostnaðarverði.