Ferskur fiskur á ársgrundvelli – sumarveiðar smábáta lykillinn

Í Fréttablaðinu 4. febrúar sl. er greint frá fundi Bjarna Benediktsson framkvæmdastjóri Iceland Seafood með atvinnuveganefnd Alþingis, þar sem staða sjávarútvegsins var til umfjöllunar á breiðum grundvelli.
Í máli Bjarna kom fram að „markaðssetning íslenskra sjávarafurða ekki vera eins markvissa og árangursríka eftir að stóru sölusamtökin hurfu af sviðinu.  Norðmenn og Rússar hafa unnið upp forskot Íslands í sjófrystingu.  Afli smábáta skiptir miklu máli í markaðssetningu.
„„Menn eru alltaf að tala um að afhendingaröryggi í sjávarútvegi sé mikilvægt, og það má spyrja, ef afli smábáta dytti út af mörkuðum yfir sumarið, hvað hægt væri að bjóða.  En þessi afli er lykillinnn að því að við getum boðið ferskan fisk á ársgrundvelli sagði Bjarni og bætti við að afli smábáta tengdist vissulega líka aukinni kröfu um rekjanleika sjávarfangs þar sem neytandinn vill vita hvar fiskurinn er dreginn á land og af hverjum.  „„Þetta styður hvort annað, stórt og smátt.  
Sjá frásögn Svavars Hávarðssonar fréttamanns:
Smábátar lykillinn.jpg