Ferskur þorskur gaf tæpa 23 milljarða

Á síðasta ári voru fluttar út ferskar þorskafurðir fyrir 22,9 milljarða.  Það er aukning um 18% frá árinu 2011.  Í magni nam aukningin hins vegar 26% þannig að verð hefur aðeins gefið eftir.
Alls voru flutt út tæp 17 þús. tonn af ferskum þorski á árinu 2012.
Mest var flutt út til Frakklands sem keyptu ferskan þorsk héðan fyrir 9,5 milljarða.  Magnaukning þangað milli ára varð 31%.   Bretar voru næstir í röðinni og Belgar þar á eftir.  Alls keyptu þessar þrjár þjóðir 86% alls magnsins í fyrra.
Mesta aukningin milli ára var til Bandaríkjanna sem rúmlega þrefaldaði kaup sín af ferskum þorski.   
Unnið upp úr upplýsingum frá Hagstofu Íslands