Í umsögn Fiskistofu til atvinnuveganefndar Alþingis um svæðaskiptingu strandveiða er fjallað um vandamál við eftirlit á að afmarka mánaðarlegan afla hvers svæðis við það sem ráðstafað er.
Endurvigtun verði óheimil
Fram kemur í umsögninni að á strandveiðitímabilinu var um 60% landaðs afla færður til endurvigtunar. Þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðistöðvanir geti orðið í hverjum mánuði telur Fiskistofa að banna verði endurvigtun á afla sem veiddur er á strandveiðum. Að öðrum kosti verður ekki hægt að hafa eftirlit með því að afli fari ekki fram úr ráðstöfuðu aflamagni hvers mánaðar.
Fiskistofa segir ekki þörf á að ísa umfram 3% í ljósi þess að veiðiferðir standi aðeins yfir í 14 tíma.
Ályktun aðalfundar LS
Í þessu sambandi er gott að rifja upp samþykkt aðalfundar LS 2022 um vigtun:
„Aðalfundur LS krefst þess að allur afli sé endanlega vigtaður á hafnarvog ílöndunarhöfn nema þegar landað er á fiskmarkað þar sem fiskur er flokkaður ogvigtaður af löggiltum hafnarvigtarmanni.