Fiskmarkaður Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu. Þar er boðuð umtalsverð breyting á gjaldskrá fyrirtækisins, þannig að sérhver tekjuliður endurspegli sem næst tilkostnað hvers þjónustuliðs.
Meginbreytingin felst í lækkun söluþóknunar úr 4% af aflaverðmæti í 2%, en löndun, vigtun og móttökugjald hækkar.
Þá verður tekið upp nýtt gjald „kaupendagjald 0,65% af verðmæti á keyptum afla.
Ný gjaldskrá tekur gildi 10. janúar 2014.