Fiskverð svipað og fyrir 2 árum

Í kjölfar verkfallsins hefur framboð á mörkuðum minnkað og verð hækkað.  Í dag voru seld 84 tonn af óslægðum þorski og var meðalverðið 357 kr/kg.  Af ýsu voru seld 31 tonn  sem skilaði 368 kr meðalverði. 
Þetta er talsverð hækkun frá því í síðustu viku, þegar mánudagsuppboðið skilaði þorskinum á 255 kr og 272 krónur fengust fyrir hvert kíló af óslægðri ýsu.   Þá var framboðið 141 tonn af þorski og 40 tonn af ýsu.
Það segir kannski allt um ástandið í dag, að nú þegar verkfall er skollið á og framboð lítið að verðið skuli ekki vera hærra en raun ber vitni.  Til samanburðar er það nú svipað og fyrir tveimur árum.
Taflan hér sýnir samanburð á ósl. þorski og ýsu selt á fiskmörkuðum.

Screen Shot 2016-12-19 at 16.24.48.png