Fjallabyggð styður auknar strandveiðar

Hinn 27. maí sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar samhljóða áskorun til stjórnvalda vegna strandveiða og að hún verði send atvinnuveganefnd Alþingis.  
Bókun bæjarráðs Fjallabyggðar um málefnið var eftirfarandi:
Screen Shot 2015-06-02 at 23.26.39.png
„Lögð fram tillaga Landssambands smábátaeigenda til að efla strandveiðar enn frekar.  Hún byggir á því að bætt verði 2.000 tonnum við heildaraflaviðmiðun þeirra.
LS leggur til að tillagan verði útfærð í þeirri þingsályktun sem sjávarútvegsráðherra er skylt að leggja fyrir Alþingi fyrir þinglok nú í maí.
Bæjarráð tekur undir að efla þurfi strandveiðar með auknum aflaheimildum.