Sunnudaginn 23. september s.l. hélt Elding, félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum aðalfund í félagsheimilinu í Bolungarvík.
Sem á öðrum aðalfundum svæðisfélaga LS, undanfarna daga, var fjölmargt til umræðu og ekki ríkti lognmolla í fundarsal, frekar en venjulega. Mæting var þokkaleg, en í áranna rás hefur hún verið til fyrirmyndar.
Kjarasamningar þeir sem verið er að kynna þessa dagana voru að vonum mikið ræddir og eftir að farið var rækilega í gegnum allar greinar hans var gengið til kosninga.
Formaður Eldingar er Sigurður Kjartan Hálfdánsson frá Bolungarvík og Ketill Elíasson hefur setið í stjórn LS fyrir hönd Eldingar, undanfarin ár.
Tillögur sem fundurinn samþykkti má sjá hér: