Flestir vildu karfa

Tilboðsmarkaður Fiskistofu fyrir janúar 2016 hefur verið upplýstur.  Alls skiluðu sér 494 tonn af þorski og 410 tonn af ýsu í pottana að þessu sinni.  Mest af því fékkst í skiptum fyrir karfa/gullkarfa og grálúðu, en ásamt þeim voru 13 aðrar tegundir í boði.  
Alls voru 1.100 tonn af karfa í boði og 300 tonn af grálúðu.  Í skiptum fyrir karfa fengust 301 tonn af þorski og 111 tonn af ýsu.  Þá skilaði grálúðan 77 tonnum af þorski og 142 tonnum af ýsu.
Talsverður munur var milli tilboða, t.d. sveiflaðist virðisstuðull í karfa úr 0,4 niður í 0,3, grálúðu úr 1,0 niður í 0,63.
Screen Shot 2016-01-26 at 17.41.12.png
Screen Shot 2016-01-26 at 17.49.59.png
Screen Shot 2016-01-26 at 17.50.22.png