Forseti Alþingis ávarpar trillukarla

29. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður settur næst komandi fimmtudag 17. október.  Fundurinn er haldinn á Grand Hótel og hefst kl 10:00.      
Að lokinni setningarræðu formanns LS Arthurs Bogasonar og skýrslu framkvæmdastjóra Arnar Pálssonar mun forseti Alþingis Einar Kristinn Guðfinnsson ávarpa fundinn.
Fundurinn stendur yfir í tvo daga og hafa svæðisfélög LS sent alls 141 tillögu til fundarins.  Það verða því ærin verkefni sem bíða aðalfundar- og áheyrnarfulltrúa..
Fundinum lýkur á föstudag með kosningu formanns, en eins og fram hefur komið hafa tveir gefið kost á sér í embættið:

Halldór Ármannsson og Þorvaldur Garðarsson
   
Búist er við fjölmenni á fundinum enda hann opinn öllum smábátaeigendum, en atkvæðisrétt hafa 36 fulltrúar sem kjörnir hafa verið af svæðisfélögum LS, stjórnarmenn 16 og framkvæmdastjóri.  
Fundurinn verður nú í annað sinn pappírslaus.  Kjörnir fulltrúar nú þegar komnir með tillögur sem verða til umræðu.