Framsýn vill ræða við Klett

Framsýn stéttarfélag Þingeyinga hefur óskað eftir áframhaldandi viðræðum við Klett.  Hlé var gert á viðræðum félaganna þegar Sjómannasambandið, FFSÍ, og VM hófu viðræður við LS um gerð kjarasamnings.  
Frétt á heimasíðu Framsýnar um viðræður við Klett kemur á óvart þar sem LS ræðir nú við framanreind félög og verður næsti fundur á morgun þriðjudaginn 6. mars.  Á þeim fundi væntir LS viðbraga við gagntilboði sem félagið gerði félögunum 28. febrúar sl.
Miðað við innihald fréttarinnar er ekki annað að merkja en Framsýn búist við að viðræðum LS og viðsemjenda verði vísað til sáttasemjara.  Því hafi félagið tekið ákvörðun um að óska eftir viðræðum við Klett.