Frumvarp Lilju Rafneyjar – stuðningsyfirlýsing frá Hrollaugi

Smábátafélagið Hrollaugur á Höfn lýsir yfir fullum stuðningi við frumvarp Lilju Rafneyjar og VG um eflingu strandveiðikerfisins sem mun tryggja þjóðinni 48 daga til strandveiða í sumar og komandi sumur. 


Frumvarpið er virkilega gott stuðlar að sanngirni í íslenskum sjávarútvegi, bættum mannréttindum á Íslandi, eflingu búsetuskilyrða allt í kringum landið og raunverulegu tækifæri fyrir nýjar kynslóðir að koma inn í íslenskan sjávarútveg eins og þau eiga skilið sem við höfum verið að leitast eftir. 


Ekki síst mun þetta frumvarp stuðla að meiri sátt um íslenskan sjávarútveg og færa fólkinu þau tækifæri í nýtingu auðlinda sinna sem það á skilið. 
Höfn 28. janúar 2022
Fyrir hönd Hrollaugs 
Birnir Ásbjörnsson stjórnarmaður
220128 Strandveiðisjómenn í Hrollaugi.jpg