Frumvarp um veiðigjald í átt til sátta

Frumvarpi um breytingu á lögum um veiðigjöld hefur verið dreift á Alþingi.  Í því er gert ráð fyrir lækkun á sérstöku veiðigjaldi vegna botnfiskveiða en hækkun vegna uppsjávarveiða.
Almennt veiðigjald verður óbreytt, kr. 9,50 á hvert þorskígildiskíló.
Sérstakt veiðigjald í botnfiskveiðum verður á næsta fiskveiðiári 7,38 kr (23,20) á hvert þorskígildiskíló og 38,25 (27,50) í uppsjávarveiðum. 
Eins og í gildandi lögum verður ekkert sérstakt veiðigjald greitt fyrir úthlutun fystu 30 þorskígildistonnanna og hálft gjald fyrir næstu 70.  Sérstakur afsláttur vegna vaxtakostnaður við kaup á aflahlutdeildum verður óbreyttur.
Frumvarpið ber það glöggt með sér að vera í átt til sátta við greiðendur sérstaks veiðigjalds.