Fullkomin ofstjórnunarárátta

Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Arthur Bogason formann LS.
Nokkrar tilvitnanir úr viðtalinu.
„Mér finnst þetta nú sjálfum pínulítið skrýtið allt saman, en ég var orðinn leiður á því að hanga uppi í stúku og vildi bara endilega komast inná og ákvað þess vegna að athuga hvort það væri einhver leið, segir Arthur Bogason, nýr formaður Landssambands smábátaeigenda, spurður um framboð sitt.
Arthur mini.png
„Ég lít svo á að það sé grundvallaratriði í sambandi við smábátaflotann og smábátaveiðar að tryggja sem mestan veiðirétt þeim til handa og berjast fyrir sem mestu frjálsræði í þeirra veiðiskap, 
„Ég er algjörlega sannfærður um það að þessar óhemju ströngu takmarkanir t.d. á handfærum og línuveiðum sé fullkomin ofstjórnunarárátta og hefur ekkert að gera með verndun eða einhverja stjórnun á stærð fiskistofna. Það getur vel verið að við höfum einhver áhrif á stærð fiskistofna en að ímynda sér það að trillubátar séu þar einhver merkjanleg stærð er alls ekki í lagi að mínu viti.
„Spurður hvort hann telji hægt sé að skapa sátt meðal félagsmanna um tilhögun grásleppuveiða, svarar hann að það sé tvísýnt. „Ég held að það geti alveg brugðist til beggja vona með það. Ég ætla að leggja mitt af mörkum til að finna leið til að ná einhverri sátt, en ég ætlast ekki til þess að menn smalist í hólf eftir því sem ég skipa fyrir. Ég mun bara höfða til þess að það er samstaða sem hefur skilað okkur árangri en sundrung skilað ófarnaði.