Fyrsti fundur nefndar LS um frjálsar handfæraveiðar hefur verið boðaður á morgun 16. nóvember. Nefndin var kosin á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda og hefur það að markmiði að móta í samráði við stjórn og forystu LS tillögur að frjálsum handfæraveiðum sem hafi beina hagsmuni af strandveiðum, sem verði utan aflahlutdeildarkerfisins og skerði ekki aðra.
Í samþykkt aðalfundar er auk þessa markmiðs eftirfarandi: „Hver íslenskur ríkisborgari hafi leyfi til handfæraveiða og litið sé á það sem forgangsrétt þjóðarinnar að eigin auðlind.
Nefndin er skipuð fimm aðilum, fjórir voru kosnir á aðalfundi einn frá hverju strandveiðisvæði og einn er skipaður af stjórn LS.
Í nefndinni eru:
- Ketill Elíasson Bolungarvík – skipaður af stjórn LS
- Guðlaugur Gunnarsson, Ólafsvík
- Kristmundur Kristmundsson, Gjögri
- Oddur V. Jóhannsson, Vopnafirði
- Konný Breiðfjörð Leifsdóttir, Reykjavík.