Gildi lífeyrissjóður – tillögur fást ekki ræddar

Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs verður haldinn á morgun miðvikudag 15. apríl.  Fundurinn verður á Grand Hótel og hefst kl 17:00.   Á heimasíðu sjóðsins segir svo um efni ársfundarins:

Þegar framkvæmdastjóri ykkar sá þetta blasa við á heimasíðunni var honum létt í lund.  Hljómgrunnur að myndast fyrir umræðu innan sjóðsins að gefa sjóðfélögum tækifæri að kjósa fulltrúa á aðalfundi í stjórn sjóðsins.  Það voru því ekki lítil vonbrigði þegar við honum blasti önnur sýn.  Tillagan hafði verið grisjuð og ákveðið af samtökum atvinnurekenda og launþega að taka aðeins hluta hennar fyrir.  Kannski ekki ástæða að vera niðurlútur heldur að fagna þeim árangri að geta komið Samtökum atvinnulífsins og stéttarfélögum sem standa að Gildi saman undir eina sæng.   
En að öllu gríni slepptu.  Tillögurnar höfðu verði sendar til aðildarsamtaka Gildis-lífeyrissjóðs með ósk um afstöðu til þeirra.  Vísað var til gr. 23.2. í samþykktum sjóðsins sem orðast svo:
„Tillaga að breytingum á ákvæðum sem teljast efni kjarasamninga s.s. um iðgjöld og stjórnskipan sjóðsins, þ.á.m. um hlutverk og skipan fulltrúaráðs og stjórnar verður einungis tekin fyrir á ársfundi að fyrir liggi samþykki 2/3 hluta samtaka atvinnurekenda og launþega sem að sjóðnum standa.  Um vægi atkvæða einstakra aðildarfélaga sjóðsins fer þá eftir ákvæðum í gr. 5.3. og þarf þá bæði samþykki tilskilins meirihluta samtaka stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa.
Tillögurnar sem aðildarfélögin fengu til umsagnar höfðu eftirfarandi að markmiði:
1. Auka lýðræði innan Gildis-lífeyrissjóðs með því að tryggja öllum sjóðfélögum atkvæðisrétt á 
        ársfundi og öðrum fundum sjóðsins, en ekki aðeins valinni 80 manna sveit frá launþegum 
        og 80 manna fylkingu atvinnurekenda sem fæstir láta sjá sig á ársfundinum.  Það umhverfi 
        sem samþykktir sjóðsins skapar kallar heldur ekki eftir að nærveru þeirra sé þörf, þar sem 
        búið er að gæta þess vandlega hvað kemur til atkvæða á fundinum. 
2. Auka vægi sjóðfélaga í stjórn sjóðsins.  Nú er stjórn sjóðsins skipuð 8 aðilum, sem skiptast 
        jafnt milli atvinnurekenda og launþega.  Tillögunni var ætlað að breyta þessu.  Launþegar 
        skyldu áfram fá 4 fulltrúa, atvinnurekendur 3, en einn fulltrúi skildi kosinn á ársfundi af 
        sjóðfélögum sem þar væru mættir.
3. Gefa sjómönnum, sem starfa sinna vegna komast ekki til ársfundar, kost á að taka þátt í 
        ársfundi með því að tilnefna aðila í sinn stað.
4. Gefa sjóðfélögum kost á að bjóða sig fram á ársfundi til setu í stjórn.
5. Tryggja fulltrúum allra aðildarsamtaka sjóðsins möguleika á stjórnarsetu.
Viðbrögð aðildarsamtakanna voru eftirfarandi:
Samtök atvinnulífsins  sögðu nei

Efling stéttarfélag sagði nei

Sjómannasamband Íslands sagði nei

Verkalýðsfélagið Hlíf sagði nei

VM Félag vélstjóra og  málmtæknimanna sagði nei

Félag skipstjórnarmanna sagði nei

Félag hársnyrtisveina sagði nei
Afstaða ofangreindra samtaka gefur tilefni til að Alþingi taki samþykktir lífeyrissjóða til skoðunar með það að markmiði að tryggja lýðræði sjóðfélaga.