Gildi með 12,1% raunávöxtun

Gildi-lífeyrissjóður hefur birt yfirlit um starfsemina 2019.  Raunávöxtun margfaldaðist milli ára, fór úr 2,4% árið 2018 í 12,1%.  Samkvæmt frétt frá Landssamtökum lífeyrissjóða er meðatalsáætlun 11%.
Í lok síðasta árs nam hrein eign sjóðsins 661 milljarði, hafði hækkað um 99 milljarða á einu ári, eða 17,8%.
Screenshot 2020-03-19 at 18.06.29.png
Alls greiddu 54.679 sjóðfélagar iðgjöld til sjóðsins og nam upphæð þeirra 30,3 milljörðum, eða 554 þúsund að meðaltali.  Lítilsháttar fækkun – 2,6% eða 1.468 – varð á fjölda greiðenda milli ára, en iðgjöld á hvern aðila voru nú um 9,8% hærri en árið 2018.
Fjöldi þeirra sem fengu greiddan lífeyri var 24.550.  Þeim fjölgaði um 4,9%, eða 1.153 milli ára.  Upphæðin sem greidd var nam 17,9 milljörðum, að meðaltali 730 þúsund á hvern aðila, sem jafngildir 3,6% hækkun milli ára.
Ársfundi Gildis-lífeyrissjóðs, sem halda átti 16. apríl nk., hefur verið frestað um óákveðinn tíma.  
Screenshot 2020-03-19 at 18.09.46.png