Góð þátttaka í strandveiðum

Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu eru alls 470 bátar komnir með virk leyfi til strandveiða.  Af þeim komust 132 í róður í gær á fyrsta degi veiðanna og lönduðu alls 90 tonnum.
Á sama tíma í fyrra viðraði afar vel þar sem 233 bátar lönduðu alls 164 tonnum eftir daginn.  Þá höfðu verið gefin út 434 leyfi.
Litlar breytingar voru á aflatölum hvers báts milli ára nema á svæði B þar sem þær fóru úr 650 kg niður í 475 kg.
Eins og á undanförnum árum eru flestir með leyfi á svæði A, 244 bátar sem er fjölgun um 56 frá í fyrra.  Á svæði B hafa 77 bátar fengið leyfi, 59 á svæði C og 90 á svæði D eða 31 færri en við upphaf veiða árið 2021.
LS - bátamerki copy 2.jpg