Góð ávöxtun hjá Gildi lífeyrissjóði

Í aðdraganda ársfundar hefur Gildi lífeyrissjóður sent sjóðfélögum upplýsingar um starfsemi sjóðsins á árinu 2012. 
 
Ánægjulegt er að segja frá því að vel hefur tekist að ávaxta inneignir sjóðfélaga á árinu, raunávöxtun er 7,4%, sem er myndarleg hækkun frá 2011 þegar hún var 2,9%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár [2008 – 2012] er neikvæð um 4,2%, en þegar tekið er 10 ára tímabil er ávöxtunin hins vegar jákvæð um 3,4%.
  
Gera má ráð fyrir mikilli breytingu á 5 ára meðaltalinu eftir næsta rekstrarár þegar 2008 árið dettur út.  Á hrunárinu tapaðist mikið fé og inneignir sjóðfélaga rýrnuðu að sama skapi og var árið gert upp með 26,7% neikvæðri raunávöxtun. 
Ársfundur Gildis verður haldinn 23. apríl nk.