Golfmót LS – Smábátar Open 2015

Í tilefni af 30 ára afmælisári Landssambands smábátaeigenda ákvað stjórn félagsins að efna til útihátíðar að Hellishólum 17. og 18. júlí nk.
Á Hellishólum er öll aðstaða til fyrirmyndar, tjaldsvæði, sumarhús, veitingaskáli svo e-ð sé nefnt.
Meðal viðburða á hátíðinni verður golfmót trillukarla. 
„Smábátar Open 2015
Skipulagning golfmótsins er nú í fullum gangi.   Allar upplýsingar um mótið er að finna hér að neðan:

smabatar_open_1.png


Golfmót Landssambands smábátaeigenda
Smábátar Open 2015
verður haldið á Hellishólum 18. júlí
Ræst verður út á öllum teigum kl 12:00 og eru keppendur beðnir um að mæta kl 11:00.
Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir hring.  
Mótsgjald er kr. 5.000-
Leikfyrirkomulag er Texas scramble og er leikforgjöf fundin með því að leggja saman leikforgjöf liðsfélaga og deila með 5. 
Leikforgjöf liðs getur aldrei orðið hærri en leikforgjöf forgjafarlægri kylfings.
Hámarskforgjöf karla 24  /  kvenna 28
Veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin, næstur holu á öllum par 3 brautum og næstur holu í 2 höggum á 18. holu.  Heildarverðmæti vinninga er kr. 500.000-
Áhafnir og starfsmenn fyrirtækja innan LS eru velkomnir.
Skráning og nánari upplýsingar veita:
Jón Jóhannsson   s.  891 6971
Skrifstofa LS         s.  552 7922