Grásleppa seld á fiskmörkuðum

Undanfarin ár hefur sú ánægjulega þróun átt sér stað í upphafi grásleppuvertíðar að góð verð hafa fengist á fiskmörkuðum.  Stígandi hefur bæði verið í verði og magni.  
Á fyrstu 7 dögum yfirstandandi vertíðar, 21. mars – 27. mars, höfðu 41,4 tonn verið seld á fiskmörkuðum af bátum sem hafa leyfi til grásleppuveiða.  Meðalverð þessa magns 419 kr/kg, 167 krónum hærra en á sama tíma í fyrra.

 

Magn

Verð

2021

25,4 Tonn

222 Kr/Kg

2022

32,5 Tonn

324 Kr/Kg

2023

41,4 Tonn

491 Kr/Kg

Kaupendur á mörkuðum eru að sækjast eftir hrognunum, sem þeir selja fersk á erlenda markaði, þar sem Danir eru helstu kaupendur.  Jafnframt er eitthvað um að aðilar hafi fryst hrogn sem ætlað er á aðra markaði.
IMG_2888.png
Nú hafa 34 grásleppubátar virkjað leyfi á móti 32 á sama tíma í fyrra.  Aflinn stendur í 46,7 tonnum á móti 75,9 tonnum í fyrra.  Afli í hverjum róðri er nokkuð betri en í fyrra, en ógæftir hafa komið í veg fyrir að tonnin eru ekki fleiri.