Grásleppan að nálgast 2,2 milljarða

Útflutningsverðmæti grásleppuafurða á sl. ári nam um 2,157 milljörðum, sem er 370 milljónum meira en árið 2017 skilaði.  Taflan hér að neðan sýnir magn í tonnum og verðmæti í milljónum á sl. ári og á árinu 2017.

 

2018

2017

 

Magn

Verðmæti

Magn

Verðmæti

Grásleppukavíar

475,7

917,0

522,6

795,0

Söltuð hrogn

496,6

710,1

464,4

587,7

Fryst grásleppa

2.166,5

530,2

2.391,9

406,1

Af kavíar var mest flutt til Frakklands eða 71% magnsins, Svíar keyptu 47% alls útflutnings af söltuðum hrognum og Kínverjar 91% af frosinni grásleppu.
Það er einkar ánægjulegt að skoða útflutningstölurnar sem sýna glöggt hversu vel hefur gengið að selja grásleppuna og þær afurðir sem unnar eru úr henni. 
Kílóaverð í öllum flokkum hækkaði milli ára, fryst grásleppa mest eða um 44%. 
16252088_1215556698531262_7452736848909600363_o2 copy 4.jpg
Tölurnar unnar upp
úr bráðabirgðatölum
frá Hagstofu Íslands