Grásleppan að nálgast lágmarksverð

Grásleppusjómenn hafa margoft búið við mikið óöryggi um hvað þeir fái greitt fyrir aflann.  Algengir frasar hjá væntanlegum kaupendum eru:

„Hafðu engar áhyggjur leggðu bara netin, 

ég kaupi allt af þér og borga hæsta verðið. 

Þetta er veganestið sem margir kannast við þegar þeir hefja vertíðina.  Eftir nokkra róðra er gjarnan nefnt verð, kallað byrjunarverð og uppbót greidd í lok vertíðar eða síðar.



Nú virðist önnur staða uppi.  Verð eru farin að myndast gegnum markaðina.  Slægð grásleppa hefur selst á 80 kr/kg og óslægð á 225 kr/kg.  Þessi verð eru í áttina að því lágmarksverði sem LS hefur gefið út.  Það er 252 kr/kg fyrir óslægða grásleppu þar sem gert er ráð fyrir að 550 kg þurfi til að fá 105 kg af söltuðum hrognum.   



Ítrekuð er hvatning LS til grásleppukarla að ná útgefnu lágmarksverði.  Því virðist vera náð hvað búkinn varðar en hrognaverðið er enn of lágt.

Gráslepp.jpg