Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórnun grásleppu).
Drögin eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnarráðsins. Umsagnafrestur er 12. júlí til og með 26. júlí 2019.
Í frumvarpsdrögunum er lagt til að aflaheimildum á grásleppu verði úthlutað til allra báta sem eru með rétt til veiða á grásleppu samkvæmt gildandi lögum.
Horfið verði frá núverandi stjórnun veiða – dagatakmörkunum – og tekin upp stýring með aflamarki. Aflahlutdeild verði úthlutað á bát samkvæmt veiðireynslu leyfis sem á þeim eru, en ekki báts eins og kveður á um í lögum um stjórn fiskveiða (1. mgr. 9. gr.).
Viðmiðunartími verði þrjú bestu árin á veiðitímabilinu 2013 til og með 2018.