Útflutningsverðmæti grásleppuhrogna og kavíars sl. árs nam 2.551 milljón. Það er samdráttur um tæpa 1,3 milljarða milli ára, sem skýrist að mestu af minni veiði.
Veiðin á vertíðinni 2011 jafngilti 10.700 tunnum af söltuðum hrognum sem var 40% minna en á metvertíðinni 2010.
Verð á söltuðum hrognum og kavíar hreyfðist lítið milli áranna 2010 og 2011, sem er nýmæli á þessari vöru.
Verðmæti: Unnið upp úr tölum frá Hagstofu Íslands