Grásleppufrumvarpið

 
 Fjölmargir félagsmenn hafa haft samband við skrifstofuna og spurst fyrir um framvindu grásleppufrumvarpsins sem meirihluti atvinnuveganefndar hefur lagt fram.
 
 
Eins og með önnur frumvörp fer málið í gegnum þrjár umræður.  Að lokinni 1. umræðu er því vísað til atvinnuveganefndar sem kallar eftir umsögnum.  Athugið að öllum er frjálst að senda umsagnir til nefndarinnar.
 
Venja er að nefndin kalli til fundar við sig hagsmunaaðila og leiti þar nánari skýringa á umsögnum og svara við ýmsu sem komið hefur fram við meðferð málsins hjá nefndinni.
 
 
Telji nefndin að málið gangi áfram afgreiðir hún það til 2. umræðu, annaðhvort óbreytt eða með breytingatillögum frá minni og meirihluta.  
 
Að lokinni 2. umræðu gengur málið aftur til nefndarinnar.   Að loknu nefndarstarfi er málið afgreitt til 3. umræðu sem lýkur eins og fyrri umræðum með atkvæðagreiðslu.  Úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu segir til um hvort frumvarpið verði samþykkt sem lög. 
 
 
Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að efni þess byggist á áður fluttu frumvarpi matvælaráðherra frá 153. löggjafarþingi, 976. mál á þskj. 1524.
 
 
Hér má lesa umsögn LS til atvinnuveganefndar þann 11. maí sl. við frumvarp matvælaráðherra
  
231026 logo_LS á vef copy 2.jpg