Grásleppumál – ráðherra boðar til fundar

LS fundaði um afturköllun MSC vottunar á grásleppuveiðum með sérfræðingum í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 1. febrúar sl.  Farið var yfir málefnið og rætt um hugsanleg viðbrögð við þeirri stöðu sem upp er komin.  
Á fundinum gerði LS alvarlegar athugasemdir við skýrslu Hafrannsóknastofnunar til vottunarstofunnar Tún ehf um meðafla á grásleppuveiðum 2016 sem olli því að vottun grásleppuveiða var felld úr gildi þann 4. janúar sl.  Stofnunin hefði kastað til höndunum við gerð skýrslunnar og ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins varðandi íslenskan sjávarútveg.
Í bréfi LS er þess krafist að ráðuneytið beiti sér fyrir afturköllun skýrslunnar með það í huga að hún verði endurskoðuð.  Efni bréfsins varð tilefni þess að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur boðað fulltrúa LS, Hafrannsóknastofnunar og MSC til fundar við sig nk. miðvikudag.
Gráslepp copy.jpg