Grásleppureglugerð – 20 dagar

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um hrognkelsaveiðar 2014.  Reglugerðin er lítið breytt frá síðasta ári.   Fjöldi daga við upphaf vertíðar verða 20, en endanlegur fjöldi verður ákveðinn í byrjun apríl.  Þá munu liggja fyrir tillögur Hafrannsóknastofnunar sem grundvölluð verður af stofnmælingu botnfiska að vori 2015.
Tillaga grásleppunefndar LS til ráðherra um fjölda daga á vertíðinni 2015 mun m.a. taka mið af markaðsaðstæðum og tillögum Hafrannsóknastofnunar.
Samkvæmt reglugerðinni verður heimilt að hefja veiðar 20. mars á svæðum D, E, F og G, útifyrir Norður og A-landi, S-landi að Garðskaga.  Vesturmörk fyrir norðan er Horn.  Á öðrum svæðum má byrja veiðar 1. apríl að undanskyldum innanverðum Breiðafirði þar sem veiðar hefjast 20. maí.
Tímabil á hverju veiðisvæði eru 75 dagar og geta grásleppukarlar valið samfelt veiðitímabil innan þess tíma sem takmarkast af endanlegum fjölda veiðidaga.