Grásleppuveiðar áhættusöm atvinnugrein

Screen Shot 2018-02-27 at 22.34.59.jpg
        er fyrirsögn greinar um grásleppuveiðar sem birtist í Bændablaðinu þann 22. febrúar sl.  
Þar er fjallað um grásleppuveiðar hér við land og mikilvægi þeirra.  Komið inn á vanda sem veiðarnar búa við, einkum nýjustu uppákomuna í þeim efnum, afturköllun MSC vottunar á veiðunum, auk fjölmargra annarra þátta.

„En hvaða áhrif hefur afturköllun MSC vottunarinnar á markaðs­setningu grásleppuhrogna frá Íslandi? 

Örn Pálsson segir að hún gæti leitt til þess að erfiðlega gangi að selja til mikilvægra markaðslanda,  svo sem Svíþjóðar, Þýskalands og jafnvel Danmerkur, en tæpur helmingur hrognanna hefur farið til þessara landa. Á síðasta ári nam grásleppuhrognaframleiðslan á Íslandi 8.600 tunnum.