Grásleppuvertíðin langt komin

Alls hafa 210 bátar hafið grásleppuveiðar frá því vertíðin hófst 26. mars sl.  Veiðitímabilið fyrir norðan og austan stendur til 8. júní en nú þegar hafa 134 bátar lokið veiðum í þá 32 daga sem þær eru heimiliðar.
Fjöldi veiðileyfa það sem af er vertíð eru um fimmtungi færri en í fyrra.  Flestir hafa verið á veiðum á svæð E sem nær frá Skagatá að Fonti 96 bátar, en þar voru 123 bátar í fyrra.
Aðeins á eftir að hefja vertíð á einu svæði, þ.e. í innanverðum Breiðafirði 20. maí.  Á því svæði stunduðu 50 bátar veiðar á vertíðinni 2015.
Í samantekt sem LS hefur unnið kemur fram að veiðin er svipuð á hvern dag og hún var í fyrra.
Aflahæstu bátarnir það sem af er vertíð eru:

Helga Sæm

ÞH 78

Kópaskeri

68,4 tonn

Sigurey

ST 22

Drangsnes

66,6 tonn

Máni

ÞH 98

Húsavík

65,6 tonn

Sigrún Hrönn

ÞH 36

Húsavík

65,0 tonn

Simma

ST 7

Drangsnesi

64,0 tonn

Í Fiskifréttum þann 4. maí sl. var rætt við Örn Pálsson um grásleppuvertíðina.