Grásleppuvertíðin hefst 20. mars

Gefin hefur verið út reglugerð um hrognkelsaveiðar 2023.  Samkvæmt henni verður heimilt að hefja veiðar 20. mars og fjöldi upphafsdaga verða 25. 
Umsókn um grásleppuleyfi fer fram í gegnum island.is  – sækja um leyfi .    
Viðkomandi getur nú stjórnað því sjálfur hvenær leyfið er gefið út, þar sem það virkjast samdægurs og sótt er um.  Þannig geta aðilar gengið frá umsókn um veiðileyfi að morgni og haldið til veiða þann daginn.
LS fagnar þessari breytingu sérstaklega.  Það heyrir því sögunni til allt vesenið í kringum páska svo dæmi sé tekið. 
Ákvörðun um fjölda daga sem veiða má verður tekin í byrjun apríl eða þegar niðurstaða úr togararalli liggur fyrir.  Fyrir ári hljóðaði ráðgjöfin uppá 6.972 tonn.  Vertíðin 2022 skilaði 4.293 tonnum.   Myndin sýnir ráðgjöf og veiði undanfarin tíu ár.
Screenshot 2023-03-08 at 11.56.38.png