Grásleppuvertíðin – veiðidagar tólf færri en í fyrra


Jón Bjarnason sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um
hrognkelsaveiðar.  Helstu breytingar eru:


  • að hvert
    veiðileyfi gildir nú í 50 daga í stað 62 á síðustu vertíð 


  • óheimilt verður
    að hefja veiðar með yfirtöku hrognkelsaneta í sjó, sem leiðir til þess að aðili
    sem er með fleiri en einn bát við veiðarnar þarf að taka netin upp og ganga frá
    merkingum í landi hyggist hann nota sömu net


  • upphafsdagur veiða
    á svæði F, hann verður 15. mars í stað 10. í fyrra.

 

Aðrar
breytingar eru minniháttar.

 

Picture 10.png

 

Sjá
reglugerðabreytingar