Fjölmiðlar hafa á undanförnum dögum fjallað mikið um nýhafna grásleppuvertíð. Í gærkveldi voru bæði Stöð 2 og Sjónvarpið með ágætis umfjöllun um vertíðina þar sem lögð var áhersla á að nú væri komið með alla grásleppuna að landi. Við verkun hennar á Kínamarkað yrðu til fjöldi starfa og mikil verðmæti.
