Viðbrögð manna við frétt hér á heimasíðunni sl. föstudag létu ekki á sér standa. Alls hafa útgerðaaðilar 70 báta tilkynnt að þeir stefni að makrílveiðum á komandi sumri. Það er ríflega fjórum sinnum fleiri en veiðarnar stunduðu á síðustu vertíð.
Upplýsingarnar eru nauðsynlegar fyrir Makrílnefnd LS fyrir væntanlegar viðræður við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um veiðarnar 2013.
Á síðast liðnu sumri stunduðu 17 bátar makrílveiðar með handfærum og veiddu samtals 1.100 tonn.