Jón
Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur bannað togveiðar á
gulllaxi frá og með 7. mars nk. Ástæðan
er sú að aflinn er kominn framúr því sem Hafrannsóknastofnunin ráðlagði sem
heildarafla.
Á
yfirstandandi fiskveiðiári mælti Hafró með að gulllaxafli færi ekki fram úr
8000 tonnum sem var óbreytt frá tillögum stofnunarinnar í fyrra. Veiði þá varð tvöfalt meiri, endaði í 15.960
tonnum og nú er aflinn kominn yfir 10 þús. tonn.
Afli
á gulllaxi var nokkuð jafn á tíu ára tímabili 1998/1999 til og með 2007/2008,
þrjú til sex þúsund tonn. Sl. þrjú
fiskveiðiár virðist hins vegar verið hafin bein sókn í gulllax og veiðin verið
að meðaltali tæp 12 þús. tonn.
Myndin sýnir gulllaxafla frá fiskveiðiárinu 1994/1995. Eins og sjá má veiddist mest fiskveiðiárið
1997/1998 rúm 17 þús. tonn.
Aflatölur
unnar upp úr
bráðabirgðatölum
Fiskistofu